04.11.2010 - 00:28 | JÓH
Dýrfirðingar föðmuðu Heilsugæsluna
Kvenfélagskonur á Þingeyri vöktu athygli á niðurskurði í heilbrigðismálum, á Kvennafrídaginn 25. október síðastliðinn, með því að faðma Heilsugæsluna. Ásta Kristinsdóttir, ein af kvenfélagskonunum, sagði í samtali við Vísi.is fyrir Kvennafrídaginn að kvenfélagskonur hafi miklar áhyggjur af niðurskurði í heilbrigðismálum á Vestfjörðum og að Þingeyringar megi ekki við meiri niðurskurði. Ásta tók myndir þegar Dýrfirðingar föðmuðu Heilsugæsluna á Þingeyri og þær má sjá hér.