A A A
18.01.2015 - 11:53 | Hallgrímur Sveinsson og Bjarni Georg Einarsson

Dýrfirđingafélagiđ og Kristján Ottósson

Bjarni G. Einarsson og Hallgrímur Sveinsson.
Bjarni G. Einarsson og Hallgrímur Sveinsson.
« 1 af 2 »

Árið 2011 varð Dýrfirðingafélagið 65 ára. Í tilefni þeirra tímamóta gaf það út afmælisblað. Ritstjóri þess og forgöngumaður var vinur okkar, Kristján Ottósson frá Svalvogum. Kristján sá um allan kostnað við gerð og útgáfu blaðsins.   

   Í blaðinu eru margar skemmtilegar undirstöðugreinar úr mannlífi og sögu í Dýrafirði. Forsvarsmenn ýmissa félaga í firðinum láta þar ljós sitt skína og fara þar sumir á kostum.
Margir hafa auðvitað alls ekki séð þetta ágæta afmælisblað. Okkur finnst því upplagt að biðja Þingeyrarvefinn að birta nokkrar greinar úr afmælisblaðinu öllum til gagns og gleði í góðri sátt við Dýrfirðingafélagið og Kristján ritstjóra.  Munu þær birtast öðru hvoru næstu vikur.

                          Upp með Dýrafjörð og Vestfirði almennt!
                                 Með baráttukveðjum
                                 Hallgrímur Sveinsson
                                 Bjarni Georg Einarsson
« Nóvember »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30