Dýrafjörður - tvöfaldur sigurvegari
Það er gaman að segja frá því að fallegustu myndirnar úr báðum flokkum voru teknar í Dýrafirði. (Smellið á myndina með fréttinni til að stækka)
Veraldavinir Vestfjarða voru stofnuð árið 2008 og eru systurfélag Veraldavina. Í samtökunum starfa sjálfboðaliðar alls staðar að úr heiminum fyrir sveitafélög, stofnanir og aðra opinbera aðila. Síðasliðið sumar voru meðal annars hópar sem unnu við endurbætur á elstu skólabyggingunni á Núpi og hreinsun strandlengjunnar í Dýrafirði. Í ár voru 180 manns frá 32 þjóðlöndum starfandi í 15 hópum víðsvegar um Vestfirði og stefnir í að hóparnir verði 25 á næsta ári.
Stjórnarformaður Veraldarvina Vestfjarða er Sigurður Arnfjörð og þeim sem hafa áhuga á að fá hóp sjálfboðaliða til sín í 2 vikur næsta sumar er bent á að hafa samband við hann í síma 864 9737.