14.01.2019 - 11:19 |
Dýrafjarðargöng á 2. viku 2019
Vinna við Dýrafjarðargöng hefur gengið vel í vikunni. Setlagið sem stafninn hefur verið í síðustu vikur gekk hratt niður í vikunni og í lok hennar var allt jarðgangasniðið að nýju í góðu basaltlagi. Uppsetningu á styrktarbogun var hætt og sprengifærurnar lengdar upp í fulla 5 m lengd. Verkstaða í lok vikunnar er því þannig að lengd ganganna Dýrafjarðarmegin er orðin 519,4 m. Samanlögð lengd ganga er nú 4.177 m sem er um 78,8% af heildarlengd.
Lengd að gegnumbroti er 1.124 m.