25.03.2010 - 12:34 | SFÞ
Dýrafjarðardeild Rauða krossins fékk heimsókn frá Laufási
Dýrafjarðardeild Rauða krossins fékk heimsókn á dögunum frá Heilsuleikskólanum Laufási. Komu börnin færandi hendi, en þau höfðu fengið pening fyrir flöskur sem þau höfðu safnað í hreinsunarátaki umhverfis leikskólann, og með stuðningi heiman frá. Einnig komu þau með notuð föt í fatasöfnunina. Óskuðu þau eftir að peningurinn rynni til barna á Haiti. Þau höfðu verið að vinna með "Hjálpfús" verkefnið frá Rauða krossinum þar sem fjallað er um börn með mismunandi aðbúnað og mismunandi bakgrunn.
Þakkar Deildin börnunum kærlega fyrir komuna.
Þakkar Deildin börnunum kærlega fyrir komuna.