Dýrafjarðardagar 2015 - dagskrá laugardagsins 4. júlí
Laugardagurinn 4. júlí 2015
08:00-22:00 – Hótel Sandafell opið. Veitingar í boði.
10:00-18:00 - Simbahöllin opin. Súpa, kökur, belgískar vöfflur, kaffi, heitt súkkulaði o.fl. Listasýning með málverkum á kökuform eftir Guðbjörgu Lind. Það verður lokað á meðan á grillinu stendur, en opnar aftur eftir það fyrir þá sem vilja sitja og drekka saman í rólegheitum.
10:00 – Söguslóðir Gísla Súrssonar
9:00-18:00 - Þriðja stigamót BLÍ í Strandblaki á strandblaksvellinum við sundlaugina.
11:00 - Vestfjarðarvíkingurinn við Hótel Núp
11:30-13:00 – Súpa í garði. Í ár eru það sælkerar Aðalstrætis sem spreyta sig.
13:00-17:00 – Sölubásar í sláturhúsinu, hoppukastalar við Félagsheimilið og hestaferðir. Andlitsmálun við félagsheimilið eftir barnaskemmtun,
14:00-15:00 - Barnaskemmtun - Möguleikhúsið sýnir: Ástarsaga í fjöllum. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna í Félagsheimilinu á Þingeyri.
Frítt fyrir armbandshafa, 2000kr fyrir aðra, fritt fyrir leikskólabörn.
15:30-16:30 - Vestfjarðarvíkingurinn á Víkingasvæðinu
17:00 – Kassabílarallý og kerrurallý við frystihúsplanið
19:00 – Grillveisla á Víkingasvæðinu!
23:00-03:00 – Ball með hljómsveitinni KOPAR í Félagsheimilinu Þingeyri