A A A
  • 1949 - Guðberg Kristján Gunnarsson
  • 1962 - Unnur Cornette Bjarnadóttir
18.02.2009 - 01:23 | Tilkynning

Dragedukken á Þingeyri

Þingeyri. Mynd: Davíð Davíðsson
Þingeyri. Mynd: Davíð Davíðsson
Kynningarfundur fimmtudaginn 19. febrúar kl 20.00 í björgunarsveitarhúsinu Þingeyri.

Íþróttafélagið Höfrungur á Þingeyri undirbýr nú uppsetningu á leik- og söngverki er ber nafnið Dragedukken. Um er að ræða mjög sérstakt verkefni sem tengist Þingeyri og lífinu þar í lok átjándu aldar og í upphafi þeirrar nítjándu. Við sögu kemur meðal annars Andreas Steenbach faktor á Þingeyri, sem var margt annað til lista lagt en stunda bisness, svo sem verka saltfisk. Hann gerði sér lítið fyrir og samdi tónlist við söngleikinn Dragedukken. Leikstjóri verksins verður Elfar Logi Hannesson og tónlistarstjóri Krista Sildoja. Höfrungur boðar því til almenns kynningarfundar um verkefnið í björgunarsveitarhúsinu. Allir sem áhuga hafa á að kynna sér verkefnið eru hvattir til að mæta.Það þarf margar hendur til að koma upp einu stykki músíkal sem þessu. Það þarf leikara, leikmyndasmiði, saumakonur og menn, förðunar fólk, mannskap til að sjá um auglýsingar og kynningarmál og ótal mörg störf önnur. Það væri því gaman að sjá sem flesta á fimmtudagskvöldið 19. febrúar kl. 20.00 í björgunarsveitarhúsinu Þingeyri.

 

Íþróttafélagið Höfrungur

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31