A A A
  • 1932 - Kristín Kristjánsdóttir
  • 2004 - Óttar Pétursson
  • 2006 - Carmen Kristín Vignisdóttir
01.06.2015 - 07:37 | Sólborg Þorláksdóttir og Reynir Gunnarsson,bb.is

Dásamlega einfalt lasagne Dýrfirðinga

Reynir Gunnarsson og Sólborg Þorláksdóttir.
Reynir Gunnarsson og Sólborg Þorláksdóttir.
Í dagsins önn er fátt betra en að gæða sér á góðum mat. Ekki er verra ef það er einfalt og fljótlegt. Þessi uppskrift hefur reynst vel í okkar fjölskyldu og er alltaf vinsæl. Litlu skiptir hvort maður notar svína eða nautahakk, bragðið er alltaf guðdómlegt. Jafnvel þó fólk segist ekki borða kotasælu þá þykir því hún góð í þessari útfærslu af lasagne. Þá er ekkert að vanbúnaði að hefjast handa. 

Lasagne 

500 gr hakk 
Lasagneplötur 
1 stór dós kotasæla 
1,5 dl tómatsósa 
1 dl matreiðslurjómi 
Dass af McCormick seasoned salt 
Dass af dill (þurrkað) 
Rifin ostur 

Stundum er gott að setja raspað grænmeti út í ef maður er í stuði fyrir það. 

Aðferð: 
Byrjað á því að hita ofninn og stilla hann á 180 °C. Hakkið er steikt á pönnu og kryddað eftir smekk hvers og eins. Tómatsósa og rjómi er sett út á pönnuna og þá er það kjötblandan tilbúin. Ef hinsvegar er stemmning fyrir grænmeti þá þarf að bæta því út í og láta malla stutta stund. Svo er ½ dós af kotasælu sett í botninn á eldföstu móti. Lagsagneplötur settar ofan á það og svo kjötblanda, aftur lagsagneplötur og restin af kotasælunni ofan á það. Svo er rifnum osti sáldrað yfir herlegheitin. Sett í ofn í 30 mínútur. Með þessu er dásamlegt að hafa hvítlauksbrauð og ferskt hrásalat. 

Hvítlauksbrauð: 
Brauð sem er til í húsinu hverju sinni (eða í frysti) 
Brætt smjör 
1 – 2 hvítlauksgeirar pressaðir út í smjörið 
Hvítlaukssmjörinu penslað á brauðið og ekki verra að setja smá ost yfir. 
Bakað í ofni í c.a. 10 min. 

Við skorum á Þorgerði Elíasdóttur úr Dýrafirði að vera næsti sælkeri vikunnar.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31