16.05.2012 - 23:08 | JÓH
Dagskrá Dýrafjarðardaga að taka á sig lokamynd
Nú er dagskrá Dýrafjarðardaga 2012 að taka á sig lokamynd og ljóst er að hún verður fjölbreytt að vanda, enda áhersla lögð á að allir finni eitthvað við sitt hæfi. Meðal þess sem er á dagskránni er grillveisla á Víkingasvæðinu, listsýningar, gokart leiga, hoppukastalar, súpa í garði, bátsferðir og ýmislegt fleira skemmtilegt. Áætlað er að dagskrá hátíðarinnar fari í prentun um miðjan júní og því þarf allt efni sem á að birtast í henni að vera komið til nefndarinnar fyrir 14.júní. Þjónustuaðilum, sem vilja auglýsa í dagskránni, og þeim sem vilja koma fram á hátíðinni er bent á að hafa samband við Ernu á netfangið ernaho@isafjordur.is.