10.03.2010 - 15:40 | BB.is
Buðu nágrönnum sínum í heimsókn
Þátttakendur í félagsstarfi eldri borgara á Flateyri buðu nágrönnum sínum frá Þingeyri í heimsókn á dögunum. Tuttugu manna hópur frá félagsstarfi eldri borgara á Þingeyri kynnti sér starfsemina á Flateyri. „Við skoðuðum dúkkusafnið og vinnuaðstöðuna hjá þeim og fengum fínt kaffi og með því," Ásta Kristjánsdóttir umsjónarmaður félagsstarfsins á Þingeyri. Dýrfirðingar sóttu um styrk til Rauða krossins sem bauð upp á rútuferð fyrir ferðalangana. Ásta segir félagsstarfið á Þingeyri vera mjög fjölmennt. „Við erum frá 18-25 sem tökum þátt í starfinu á Þingeyri. Á Flateyri eru þau 7-10."