16.06.2016 - 08:45 | Vestfirska forlagið,Blaðið - Vestfirðir
Bryggjukaffi á Flateyri
Nýtt kaffihús hefur verið opnað að Hafnarstræti 4 á Flateyri.
Það er í eigu hjónanna Þorbjargar Sigþórsdóttur og Sigurðar Hafberg. Þorbjörg var bjartsýn á reksturinn í sumar og aðsóknin um sjómannadagshelgina var framar öllum vonum.
Vestfirska forlagið leit við í Bryggjukaffi á Flateyri á sjómannadeginum þann 5. júní 2016 og færði til myndar.