Bókamarkaður á Ísafirði
Nú er að hefjast bókamarkaður í Vestfirzku verzluninni á Ísafirði. Þar verður boðið upp á allar útgáfubækur Vestfirska forlagsins sem fáanlegar eru í dag.
Sem kunnugt er hefur Vestfirska forlagið sérhæft sig í útgáfu á vestfirsku efni. Hefur forlagið gefið út um 300 bækur á síðustu árum um Vestfirði og Vestfirðinga undir samheitinu Vestfjarðabækurnar. Sumar þeirra eru reyndar algjörlega uppseldar, svo sem eins og bækurnar um þá Fjalla-Eyvind, Ásgeir á Látrum og Séra Baldur svo dæmi séu nefnd. Aðrar eru til í fáum eintökum og enn aðrar í meira mæli.
Nýju bækurnar frá því fyrir síðustu jól eru almennt með 50% afslætti. Þeir sem þurfa að fylla upp í vestfirska bókasafnið sitt, ættu að líta við á bókamarkaðnum í Vestfirzku verzluninni frá kl. 11 til 18 daglega.
Vestfirska forlagið Vestfirzka verzlunin