26.05.2009 - 23:35 | bb.is
Bogi hættir sem skólastjóri
Bogi Ragnarsson, skólastjóri Grunnskólans á Þingeyri, sagði starfi sínu lausu þann 30. apríl s.l. en Bogi tók við stöðunni s.l. haust af Ellert Erni Erlingssyni, sem hafði þá sinnt skólastjórastöðunni frá því í júlí 2003. Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar þakkar Boga vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar í nýju starfi.