A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
08.07.2016 - 21:24 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Blöðin á Íslandi: - Bændablaðið er þar í allra fremstu röð

Hörður Kristjánsson.
Hörður Kristjánsson.

Ekki fer það á milli mála, að Bændablaðið er einhver allra besti fjölmiðill landsins. Sumir segja jafnvel sá besti. Vestfirðingurinn Hörður Kristjánsson er núverandi ritstjóri Bændablaðsins ásamt Tjörva Bjarnasyni sem sér um rekstur og markaðsmál. Tók Hörður við starfinu árið 2011. Einnig eru starfandi við blaðið blaðamennirnir Margrét Þ. Þórsdóttir, Sigurður Már Harðarson og Vilmundur Hansen. Þá láta ljós sitt skína í blaðinu margir ágætir pennar af ýmsu tagi.  

   Hörður kom áður við sögu í prentverki og blaðaútgáfu á Ísafirði. Þá gaf hann út blaðið Vestra, í samstarfi við Rögnvald Bjarnason prentara frá Hænuvík. Þeir ráku saman prentsmiðjuna Ísprent hf. á Ísafirði sem var alhliða prentþjónusta. Hörður er með meistararéttindi í ljósmyndun. Hann hefur margháttaða reynslu af blaðamennsku og hefur komið þar við sögu á nánast öllum sviðum.

    Hörður ritstjóri skrifar einkar góðan stíl. Hann kann að skrifa texta sem er áreynslulaus og sjálfsprottinn.  Mjög læsilegur án skrúðmælgi eða upphrópana. Getur þó verið hvass en alltaf málefnalegur. Margir lesendur hlakka til að fá Bændablaðið hálfsmánaðarlega í hendur. Segir það sína sögu.

Fjallað verður nánar um efni úr blaðinu síðar hér á Þingeyrarvefnum.



« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31