19.03.2015 - 20:26 | Fræðslumiðstöð Vestfjarða,BIB
Björn Hafberg á svæðinu
Björn Hafberg náms- og starfsráðgjafi verður á Ísafirði og nágrenni 23. - 26. mars.
Náms- og starfsráðgjafi getur svarað fyrirspurnum fólks um nám og störf, lagt áhugasviðsgreiningar fyrir fólk og aðstoðað við umsóknir.
Þjónusta náms- og starfsráðgjafa er fólki að kostnaðarlausu.
Þeir sem vilja nýta sér þjónustuna geta pantað tíma í síma 456 5025 eða 899 0883 og á netfanginu frmst@frmst.is