Bjarni Guðmundsson með sagnagöngu á Hvanneyri sunnudaginn 8. júlí 2012
.
Bjarni Guðmundsson með sagnagöngu á Hvanneyri sunnudaginn 8. júlí 2012
.
Safnadagur 8. júlí - Mjólkursagnaganga ofl.
Hinn árlegi Safnadagur er að þessu sinni haldinn sunnudaginn 8. júlí nk. Að venju verður verður af því tilefni gerður nokkur dagamunur í Landbúnaðarsafninu á Hvanneyri
.
Safnið verður opið kl. 12-17.
Aðgangur er að safninu verður ókeypis á Safnadegi en frjáls framlög gesta til safnsins eru þegin með þökkum.
Leiðsögn verður veitt í safninu og um Halldórsfjós, sem brátt mun væntanlega hýsa aðalsýningu safnsins.
Kl. 14 verður sagnaganga um gamla skólastaðinn á Hvanneyri, þar sem m.a. má sjá sérstætt og merkilegt dæmasafn íslenskrar húsagerðarlistar frá öndverðri síðustu öld.
Sérstaklega verður sagt frá Halldórsfjósi svo og Mjólkurskólanum sem stofnaður var á Hvanneyri haustið 1900, og opnaði eina fyrstu starfsmenntabraut kvenna á Íslandi - fyrir rjómabústýrur.
Á göngunni verður líka kynnt nýtt göngu- og reiðleiðakort af landi Hvanneyrar. Sögumaður verður Dýrfirðingurinn á Hvanneyri, Bjarni Guðmundsson.
Kl. 14-17 verður vöfflukaffi fáanlegt í Skemmunni, elsta húsi staðarins, sem nú hefur verið pússað upp og gert að safnaðarheimili og annarri félagsaðstöðu skóla og staðar.
Á Safnadeginum á Hvanneyri fer á sama tíma einnig fram landskeppnin Ull í fat. Keppnin er að þessu sinni á vegum Ullarselsins.
Eins og heiti keppninnar gefur til kynna verður þar keppt í ullarvinnslu frá hráefni til fullunninnar vöru.
Ullarselið hefur verið sigursælt í þessum keppnum á undanförnum árum, þar sem glímt hefur verið við vinnslu og gerð hina athyglisverðustu ullarplagga.
.
Kirkjubólsfólk í Dýrafirði heima og heiman.
.
Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri flytur hér lög sín við ljóð Guðmundar Inga Kristjánssonar á Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði. Þetta var á samkomu í Holti í Önundarfirði fyrir um áratug. Með honum á myndinni eru kona hans, Ásdís Bragadóttir, og systkini hans; þau Sigrún og Guðmundur Grétar sem búa á Kirkjubóli í Dýrafirði.
.
.