20.07.2017 - 09:26 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Bændablaðið,Björn Ingi Bjarnason
Bjarni Guðmundsson heiðraður fyrir áratugastarf í þágu Landbúnaðarsafnsins á Hvanneyri
Ríflega 1000 manns lögðu leið sína að Hvanneyri þennan dag og nutu heimatilbúinnar dagskrár, veitinga og hvert annars.
Við setningu hátíðarinnar var Hvanneyringurinn og Dýrfirðingurinn Bjarni Guðmundsson í Lækjartúni heiðraður fyrir áratuga starf í þágu Landbúnaðarsafnsins ásamt því að sveitarstjóri Borgarbyggðar, Gunnlaugur Júlíusson, hélt stutta tölu.
Á hátíðinni fékk Landbúnaðarsafn Íslands formlega afhent þrítengibeisli og vökvalyftu úr Ferguson árgerð 1949 en það var Fergusonfélagið sem færði safninu þessa höfðinglegu gjöf.
Bændablaðið.