A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
26.12.2014 - 20:32 | Bjarni Guðmundsson,BIB

Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri skrifar nú um jólin

Dýrfirðingurinn Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri í Borgarfirði.
Dýrfirðingurinn Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri í Borgarfirði.
« 1 af 3 »

Og rifjar upp að þau eru mörg árin sem klukkur Hvanneyrarkirkju hafa hljómað. 
Aftan úr óminni mínu hér á Hvanneyrarstað verður ein hátíðlegasta stund ársins þegar klukkan er 18.00 á aðfangadegi og tónar kirkjuklukknanna taka að berast út yfir þessa litlu byggð. 
Við langfeðgarnir tveir höfum um meira en tveggja áratuga skeið ekki sett okkur úr færi, um leið og við skyggnumst eftir jólastjörnunni, að njóta þessarar tilkynningar um komu jólanna. Sé eitthvað "einnar messu virði" þá er það þessi klukknahljómur. Hann er með sínum hætti jólaspjall Guðs.
Oft hefur hljómurinn nær kafnað í veðragný - aldrei þó alveg. Ekkert fær nefnilega kæft hann ef í það er farið... 
Nú var blíðan þvílík að nýrisinn og feiminn máninn rétt gægðist fram í skýjarofi yfir Hafnarfjöllum til þess að trufla ekki stundina. Jólastjörnuna bar hins vegar rétt sunnan við vestur, sýndist okkur tveimur.
En klukkur Hvanneyrarkirkju klingja ekki sjálfar, að öllu jöfnu.... Samviskusamar hendur vekja þær. Fyrir þá trúmennsku og samviskusemi er líka þakkað. 
Gleðileg jól.


Af facebook síðu Bjarna Guðmundssonar á Hvanneyri

 

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31