A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
03.07.2015 - 14:48 | Hallgrímur Sveinsson

Bíll við bíl á Vesturleið

Þessi fer um Vesturleið á hverjum degi! Ljósm. H. S.
Þessi fer um Vesturleið á hverjum degi! Ljósm. H. S.
« 1 af 2 »

Hluti leiðarinnar var lagður með hestvögnum á sínum tíma.

Nú er það bara þannig að það má heita brjálæðisleg umferð á Vesturleið frá Hlíð á Þingeyri í Vatnsfjörð. Ekki svo að skilja að það sé neitt brjálæði í gangi, heldur muna elstu menn ekki aðra eins umferð. Að vísu segja sumir að þeir muni nú aldrei neitt, en þetta er nú svona samt. Margir telja að það sé að minnsta kosti helmingur útlendingar undir stýri ef ekki meir.

Vesturleiðin er bara gamall malarvegur, um 70 km löng. Þó er um 100 metra bundið slitlag í bröttu brekkunni fyrir ofan Hlíð. Skal þess og getið til gamans, að hluti Vesturleiðar var lagður með hestum og hestvögnum um eða upp úr seinna stríði. Er sá kafli vegarins á Brekkudal. Þá voru aðal verkfærin páll og reka.  

   Vegagerðin er að reyna að lappa upp á veginn um Hrafnseyrardal og Brekkudal þessa dagana, rykbinda og svona. Má segja að það gangi furðu vel. Samt er alltaf æpandi þörf fyrir meira af hörpuðu efni í slitlagið. Sumsstaðar er nefnilega grjót, grjót, grjót og aftur grjót.

   Plís, segjum við eins og unga kynslóðin: Akið varlega. Munið eftir öllum blindbeygjunum og bindhæðunum. Sýnið tillitssemi og veifið hvort öðru brosandi. Og hvort heldur sem er. Það lífgar alltaf upp á sálartetrið. Ekki að láta bara útlendingana veifa! 

 

Hallgrímur Sveinsson.

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31