A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
30.07.2018 - 13:01 | Hallgrímur Sveinsson

Berjasprettan: „Þetta er sviðin jörð, Halli minn!“

Við höfum verið nokkuð á ferðinni milli fjalls og fjöru undanfarið. Í gær var til dæmis farið fram á Galtardal í Þingeyrarheppi í Dýrafirði til að gá hvort nokkur væri þar á hvolfi. Það var nú ekki sem betur fer. Fram á miðjum Galtardal, utanvert við ána, er Sandakirkja talin hafa staðið um skeið í eldgamla daga samkv. Vestfirskum sögnum. En það er nú önnur saga.


Svo var náttúrlega notað tækifarið og gáð til berja, eins og vaninn er um þetta leyti. En það var eiður svarinn: Ekki einn einasti grænjaxl aukin heldur meir sjáanlegur. Hvorki á krækiberja-né aðalbláberjalyngi. Og er nú rétt að skýra frá því, að sama sagan er á hinu heimsfræga berjalandi Baulhúsaskriðum í Auðkúluhreppi í Arnarfirði: Ekki grænjaxl sjáanlegur fyrir nokkrum dögum. Þetta er alveg svakalegt!


Og rifjast nú upp hið fornfræga: „Þetta er sviðin jörð, Halli minn!“ Svo sagði Jón heitinn refur þegar við hittum hann á Baulhúsum forðum, um leið og hann hellti úr fullri berjatínunni sem hann smíðaði úr stórum smurolíubrúsa. Þá var allt kolsvart af berjum á Baulhúsum. „Nógu ertu nú með stóra berjatínu, Nonni minn“, sögðum við. „Oh, þetta er helvískur bölvaður lurkur, Halli minn“, hljóðaði svarið hjá vini okkar, sem kunni svo sannarlega að koma fyrir sig orði líkt og margir Vestfirðingar.

Heyrst hefur að þetta mál, þ. e. berjasprettan og hvað sé til ráða, verði tekið fyrir á næsta fundi hreppsnefndar Auðkúluhrepps.

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31