A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
14.06.2016 - 13:42 | Vestfirska forlagið,ruv.is

Bakari býður á rúntinn á fornbíl

Árni Aðabjarnarson, bakari á Ísafirði, á rúntinum. Ljósm.: ruv.is
Árni Aðabjarnarson, bakari á Ísafirði, á rúntinum. Ljósm.: ruv.is
Fyrir fimmtán árum sá Árni Aðabjarnarson, bakari á Ísafirði, 71 árs gamlan Ford-bíl auglýstan til sölu í dagblaðinu. Hann bauð 500 þúsund krónur í bílinn, tilboðið var samþykkt og bíllinn fluttur frá Akureyri til Ísafjarðar. Eftir að hafa komið honum í gang og gert hann upp fannst Árna hann þurfa að nota bílinn í eitthvað meira en að rúnta sjálfur um bæinn.
 

„Þá byrjaði ég að keyra með eldri borgara hérna á Ísafirði og þau sögðu mér svo sögu í staðinn frá gamla tímanum,“ útskýrir Árni sem tekur að auki ljósmyndir af farþegunum, rammar inn og gefur þeim. Margar myndir hanga til sýnis í Gamla bakaríinu á Ísafirði þar sem Árni starfar og segir hann þær hafa mikið aðdráttarafl. 

„Þetta er fyrir mig náttúrulega bara guðsgjöf og ég hef haft mjög mikla ánægju af þessu,“ segir Árni.

Landinn fór á rúntinn með þeim Geikei og Jónínu. 

Þáttinn í heild er hægt að sjá hér. Landinn er einnig á Facebook sem og á YouTube og Instagram: #ruvlandinn.

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31