„Þá byrjaði ég að keyra með eldri borgara hérna á Ísafirði og þau sögðu mér svo sögu í staðinn frá gamla tímanum,“ útskýrir Árni sem tekur að auki ljósmyndir af farþegunum, rammar inn og gefur þeim. Margar myndir hanga til sýnis í Gamla bakaríinu á Ísafirði þar sem Árni starfar og segir hann þær hafa mikið aðdráttarafl.
„Þetta er fyrir mig náttúrulega bara guðsgjöf og ég hef haft mjög mikla ánægju af þessu,“ segir Árni.
Landinn fór á rúntinn með þeim Geikei og Jónínu.
Þáttinn í heild er hægt að sjá hér. Landinn er einnig á Facebook sem og á YouTube og Instagram: #ruvlandinn.