12.12.2016 - 07:19 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið
Bækurnar að vestan 2016
Bækurnar að vestan eru hvorki stórkostlegar, æðislegar, einstakar, meistarverk, ógleymanlegar né töfrandi. En við teljum af vestfirskri hógværð að þær leyni á sér!
Við höfum nú gefið út á fjórða hundrað bækur um Vestfirði og Vestfirðinga. Sumir fræðimenn telja að þetta sé einhver umsvifamesta bókaútgáfa hjá einu forlagi utan höfuðborgarsvæðisins frá upphafi byggðar í landinu!
Hvað heldur þú?
Vestfjarðabækurnar fást í bókaverslunum um land allt!