27.10.2016 - 16:44 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson
Bækurnar að vestan: - Þorp verður til á Flateyri
Þorp verður til á Flateyri
- hefti af þremur væntanlegum
Eftir Jóhönnu Guðrúnu Kristjánsdóttur
Teikningar: Freydís Kristjánsdóttir
Flateyri við Önundarfjörð varð til sem þorp á síðari hluta 19. aldar. Eins og önnur þorp við sjávarsíðuna allt í kring um landið voru fiskveiðar og vinnsla aflans sá atvinnugrunnur sem gerði búsetu á mölinni eftirsóknarverða fyrir þá sem voru að koma undir sig fótunum. Í þessu verki er grundvöllurinn fréttaefni úr sendibréfum sem rituð voru á Flateyri um aldamótin 1900 og eru þau hluti tveggja bréfasafna sem hafa nú um 100 ára skeið legið þar í ferðakofforti og kommóðuskúffu. Í verkinu kennir ýmissa grasa úr sögu þorpsins sem mörgum mun þykja forvitnilegt að skoða.