A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
12.12.2016 - 14:34 | Vestfirska forlagið,bb.is

Átthagar söluhæst

Bókin Átthagar – Ísfirðingar margra landa segja fráeftir Herdísi M. Hubner, sem Vestfirska forlagið gefur út, er söluhæst í jólabókaflóðinu í Pennanum Eymundsson á Ísafirði. Steingrímur Rúnar Guðmundsson verslunarstjóri segir jólabókaflóðið hafa verið snemma á ferðinni í ár, bóksala hafa farið vel af stað og titlarnir margir: „Miðað við plássið sem við höfum, þá erum við svolítið að drukkna í titlum. Held samt að titlar séu svipað margir í ár. Bara dreifist öðruvísi. Til dæmis miklu fleiri skáldsögur og eilítið færri barnabækur. Svo er mikið af nýjum höfundum að gefa út og margir sem gefa út sjálfir. 

Ég upplifi meiri sölu núna en í fyrra. En kannski á þetta eftir að jafnast út. Fólk kannski fyrr á ferðinni að versla, enda erum við með mjög góð verð í gangi á bókum. Það eru endalaus tilboð í gangi.“ 
Steingrímur segir ekki endilega vera fylgni á milli þess hvaða titlar séu söluhæstir bæði í bókum og tónlist, á Ísafirði og í öðrum verslunum Pennans Eymundssonar: „Vestfirskir titlar í bókum og tónlist eru alltaf í efstu sætum hjá okkur hérna við Silfurtorgið.“ 

Í yfirstandandi jólabókaflóði má sjá tvo titla sem tengjast svæðinu beint í efstu þremur sætunum: 

1. Átthagar – Ísfirðingar margra landa segja frá eftir Herdísi Hubner 
2. Petsamo eftir Arnald Indriðason 
3. Nóttin sem öllu breytti eftir Sóleyju Eiríksdóttur og Helgu Guðrúnu Johnson 

„Sala á tónlist hefur hins vegar dottið svolítið niður. Færri titlar koma út. Þetta er svolítið að breytast. Þeir sem gefa út fá þá bara meira pláss og athygli.“ Segir Steingrímur um tónlistarsölu í ár, en þar eru Vestfirðingar einnig fyrirferðamiklir á topp-listanum og í efstu tveimur sætunum má sjá Fjallabræður með diskinn Og þess vegna erum við hér í kvöld, og Mugison með Enjoy! 


« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31