A A A
  • 1954 - Fríður Jónsdóttir
  • 1957 - Sigurður Rúnar Jónsson
18.11.2009 - 22:32 | Tilkynning

Áskorun

Fótboltakeppnin verður 23. nóvember á skólalóðinni
Fótboltakeppnin verður 23. nóvember á skólalóðinni
Krakkarnir í félagsmiðstöðinni á Þingeyri hafa ákveðið að skora á kennara og annað starfsfólk Grunnskólans á Þingeyri í fótboltakeppni. Keppt verður í 2x20 mínútur og mega 5 manns vera í hvoru liði, mælt er með því að hvort lið hafi þar að auki einhverja varamenn. Lið félagsmiðstöðvarinnar mun mæta svartklætt og er skorað á lið G.Þ að mæta til leiks í bleiku. Dómari verður skipaður á staðnum.
Ef starfsfólk G.Þ ákveður að taka áskoruninni mun keppnin fara fram mánudagskvöldið 23. nóvember næst komandi, klukkan 20:00 á lóð Grunnskólans. Við hvetjum sem flesta til að mæta og hvetja sitt fólk. Að leik loknum verður farið í ýmsa útileiki og er öllum velkomið að taka þátt í þeim. Ef starfsfólk G.Þ skorast undan áskoruninni verða samt sem áður útileikir á lóð Grunnskólans og allir velkomnir. Óskað er eftir svari við þessari áskorun eigi síðar en kl 16:00 föstudaginn 20. nóvember.

Kveðja, Félagsmiðstöðin á Þingeyri
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31