A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
24.08.2017 - 17:26 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Blaðið - Vestfirðir,Björn Ingi Bjarnason

Ársfundur Vestfirska forlagsins

Framan við Sögu- og menningarhjall Höllu Ólafsdóttur við Þvergötu á Ísafirði. F.v.: Júlía B. Björnsdóttir, Björn Ingi Bjarnason, Halla Ólafsdóttir og Óskar Örn Hálfdánarson. Ljósm.: Þórir Ingvarsson.
Framan við Sögu- og menningarhjall Höllu Ólafsdóttur við Þvergötu á Ísafirði. F.v.: Júlía B. Björnsdóttir, Björn Ingi Bjarnason, Halla Ólafsdóttir og Óskar Örn Hálfdánarson. Ljósm.: Þórir Ingvarsson.
« 1 af 2 »

Vestfirska forlagið hélt ársfund á Þingeyri við Dýrafjörð þann 6. júní sl.

 

Á dagskrá fundarins voru þrjú atriði:

 

1.  Farið yfir útgáfa ársins 2016

2.   Stefnumótun vegna útgáfu ársins 2017

3.  Þingeyrarvefurinn á árinu 2016

 

Á Þingeyrarvefnum verður bráðlega gerð grein fyrir útgáfumálum Vestfirska forlagsins á árinu 2017.

 

Vestfirska forlagið hefur séð um Þingeyrarvefin í rúm 3 ár. Á árinu 2016

komu á vefinn 863 fréttir sem er að meðaltali 72 fréttir á mánuði.

 

Vinsælasta og mest metna fréttin var þann 16. september 2016 þegar Halla Ólafsdóttir, fréttamaður RUV á Ísafirði, fékk „hrós dagsins“ frá Þingeyrarvefnum.

 

Í ljósi þessa var samþykkt á ársfundi Vestfirska forlagsins að færa Höllu Ólafsdóttur veglega bókagjöf frá Vestfirska forlaginu. Gjöfin var var afhent að kvöldi þess 6. júní sl. í „Sögu- og menningarhjalli Höllu Ólafsdóttur“ við Þvergötu á Ísafirði.   

 

 

Framhalds ársfundur 7. ágúst

 

Á framhalds ársfundi Vestfirska forlagsins, sem háður var á "frídegi verzlunarmanna" þann 7. ágúst 2017, var ýmislegt tekið fyrir að vanda. Meðal annars þetta:

Þingeyrarvefurinn

Ákveðið var að Vestfirska forlagið myndi enn um sinn leggja sinn skerf fram til að halda vefnum úti. Munu sjálfsagt ýmsir fagna því. Mörgum þykir nefnilega vænt um Þingeyrarvefinn. Segja sumir að það fyrsta sem þeir opna og lesa á morgnana sé einmitt sá góði vefur. Þess vegna ráku margir upp ramakvein um daginn þegar við gáfum í skyn að við færum nú að láta nótt sem nemur í þessum efnum.

En sannleikurinn er sá, að það eru ekki margir frétta- og samfélagsvefir hér vestra sem hafa verið eins kraftmiklir og fjölbreyttir að efni og Þingeyrarvefurinn á liðnum árum. En látum sjá!

   

Með baráttukveðjum.

Upp með Vestfirði!

Hallgrímur Sveinsson

Björn Ingi Bjarnason

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31