A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
26.03.2010 - 21:01 | BB.is

Árni Þór efstur í mottu-mars

Árni Þór Helgason skartar þessu glæsilega yfirvaraskeggi.
Árni Þór Helgason skartar þessu glæsilega yfirvaraskeggi.
Ísfirðingurinn Árni Þór Helgason varð efstur Vestfirðinga í mottukeppni Krabbameinsfélags Íslands en áheitasöfnun á netinu lauk í gær en hann safnaði alls 33.995 krónum. Átakinu lýkur formlega í kvöld með söfnunarþætti í beinni og opinni dagskrá á Stöð 2. Þegar hafa safnast yfir 26 milljónir króna til stuðnings átakinu. Næst Árna kemst Ísfirðingurinn Guðni Ó. Guðnason en hann safnaði alls 30.990 krónum og var lengi efsti maður á blaði á Vestfjörðum. Í þriðja sæti endaði síðan Sigurjón Guðmundsson á Ísafirði en hann safnaði 15.995 krónum en ekki langt á eftir honum kom Bolvíkingurinn Egill Jónsson sem safnaði áheitum fyrir 15.500 krónur.

 

Nokkrir brottfluttir Vestfirðinga tóku einnig þátt í keppninni en Önfirðingurinn Hinrik Greipsson endaði í þriðja sæti en hann safnaði alls 225.491 krónum og verður hægt að kjósa hann sem mottumeistara keppninnar í þættinum í kvöld. Nokkur lið af Vestfjörðum voru skráð í liðakeppni mottu-mars átaksins en fyrirtækið Snerpa á Ísafirði safnaði alls 12.499 krónum, Slökkviliðið á Bíldudal safnaði 10.997 og Lögreglan á Vestfjörðum safnaði 9.494 krónum.

 

Markmið með átakinu var að vekja karlmenn til vitundar um krabbamein og auka bæði samstöðu þeirra og umræðu. Eins og staðan er í dag eru rétt aðeins fleiri karlar en konur sem greinast með krabbamein en lífslíkur þeirra eru lægri því þeir þekkja ekki einkennin og leita sér því síðar læknisaðstoðar. Í ár vill Krabbameinsfélagið vekja keppnis- og baráttuandann í brjósti karla og rjúfa þögnina um krabbamein karla. Myndir af keppendum og upplýsingar um framgang þeirra í keppninni má finna á vef átaksins.

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31