Árni Þór efstur í mottu-mars
Nokkrir brottfluttir Vestfirðinga tóku einnig þátt í keppninni en Önfirðingurinn Hinrik Greipsson endaði í þriðja sæti en hann safnaði alls 225.491 krónum og verður hægt að kjósa hann sem mottumeistara keppninnar í þættinum í kvöld. Nokkur lið af Vestfjörðum voru skráð í liðakeppni mottu-mars átaksins en fyrirtækið Snerpa á Ísafirði safnaði alls 12.499 krónum, Slökkviliðið á Bíldudal safnaði 10.997 og Lögreglan á Vestfjörðum safnaði 9.494 krónum.
Markmið með átakinu var að vekja karlmenn til vitundar um krabbamein og auka bæði samstöðu þeirra og umræðu. Eins og staðan er í dag eru rétt aðeins fleiri karlar en konur sem greinast með krabbamein en lífslíkur þeirra eru lægri því þeir þekkja ekki einkennin og leita sér því síðar læknisaðstoðar. Í ár vill Krabbameinsfélagið vekja keppnis- og baráttuandann í brjósti karla og rjúfa þögnina um krabbamein karla. Myndir af keppendum og upplýsingar um framgang þeirra í keppninni má finna á vef átaksins.