A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson

Væri nú ekki rétt að fara að slá af, Mundi?

Nú sýnist það vera almannarómur að íslensku vegirnir séu meira og minna ónýtir. Sumir jafnvel handónýtir. En það vita allir að vegirnir á landinu verða ekki lagfærðir með einu pennastriki. Og öllum er líka kunnugt um, að hraðinn orsakar flest hin hræðilegu umferðarslys. Af hverju liggur okkur svona mikið á? Stjórnlaus hraði á ónýtum vegum býður hættunni heim. Nú verða allir að sýna aðgát og kurteisi. Oft var þörf en nú er algjör og þjóðhagsleg nauðsyn.

Þingeyrarakademían biður alla ökuþóra að slappa nú af og aka miðað við aðstæður. Láta ekki smámuni koma sér úr jafnvægi. Og það þýðir ekkert að vera að bölva Vegagerðinni! Hún gerir það sem hún getur blessunin. Í gamla daga var sagt við menn hérna fyrir vestan, þegar þeir fóru of geyst:

  „Væri nú ekki ráð að slá af, Mundi!“

Þetta er gott heilræði fyrir okkur marga. Sérstaklega á 100 ára afmæli!

                                     
Þingeyrarakademían.




Hvað er Þingeyrarakademían?

Þingeyrarakademían er stór hópur manna sem stundar morgunsund og heita pottinn á Þingeyri. Þar eru ýmiskonar innanlands- og heimsvandamál rædd og jafnvel leyst. Þingeyrarakademían kemur til dyranna eins og hún er klædd.

 
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31