„Allur aðflugsbúnaður til staðar fyrir Þingeyrarflugvöll“
„Þegar talað erum um aðflugsbúnað, er verið að tala um búnað til þess að lækka flug og það er enginn slíkur í Dýrafirði, hann er í Arnarfirði og er notaður bæði fyrir Þingeyrarflugvöll og Bíldudalsflugvöll. Á Þingeyrarflugvelli eru flugbrautarljós, aðflugshallaljós, hindranaljós og allur sá búnaður sem þarf. Þetta er mun fullkomnara á Þingeyrarflugvelli heldur en á Ísafjarðarflugvelli, það er allt nýtt á vellinum í Dýrafirði," segir Guðbjörn.
Hann segir alltaf megi betrumbæta búnað fyrir flugvelli á Vestfjörðum. „Þetta eru hlutir sem eru alltaf í skoðun. Það á að endurbæta aðflugsbúnaðinn fyrir Ísafjörð fyrir 2010. Það á að færa hluta af aðflugsbúnaðinum úr Ögri yfir í Hnífsdal. Í sambandi við næturflugið á Þingeyri, af því að það má ekki fljúga þangað næturflug nema sjúkra- og neyðarflug, þá á að setja hindranaljós sem vantar þar í fjöllin og vararafstöð. Það er verið að vinna að því en ekki gert ráð fyrir þessum búnaði fyrr en 2012. Allt hefur þetta breyst og seinkað vegna niðurskurðarins og fjármálahamfara í landinu," segir Guðbjörn.