A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
Flugstöðin á Þingeyrarflugvelli.
Flugstöðin á Þingeyrarflugvelli.
Fjölmargir lesendur bb.is hafa haft samband við vefinn eftir frétt í gær þess efnis að Þingeyrarflugvöllur væri illa nýttur. Í máli eins þeirra kom fram að aðflugsbúnaður fyrir völlinn hefði verið fjarlægður og því væri erfitt að lenda þar. Guðbjörn Charlesson, umdæmisstjóri Flugstoða á Vestfjörðum, segist ekki vita til þess að aðflugsbúnaður sem sinna á Þingeyrarflugvelli hafi verið fjarlægður. „Ég kannast ekki við það. Aðflugsbúnaður fyrir völlinn er í minni Arnarfjarðar. Það er ekki hægt að fara með einhvern búnað úr Dýrafirði sem er ekki þar," segir Guðbjörn. Hann bendir m.a. á að aðflugsbúnaður fyrir Ísafjarðarflugvöll sé í Ögri í Ísafjarðardjúpi.

 

„Þegar talað erum um aðflugsbúnað, er verið að tala um búnað til þess að lækka flug og það er enginn slíkur í Dýrafirði, hann er í Arnarfirði og er notaður bæði fyrir Þingeyrarflugvöll og Bíldudalsflugvöll. Á Þingeyrarflugvelli eru flugbrautarljós, aðflugshallaljós, hindranaljós og allur sá búnaður sem þarf. Þetta er mun fullkomnara á Þingeyrarflugvelli heldur en á Ísafjarðarflugvelli, það er allt nýtt á vellinum í Dýrafirði," segir Guðbjörn.

 

Hann segir alltaf megi betrumbæta búnað fyrir flugvelli á Vestfjörðum. „Þetta eru hlutir sem eru alltaf í skoðun. Það á að endurbæta aðflugsbúnaðinn fyrir Ísafjörð fyrir 2010. Það á að færa hluta af aðflugsbúnaðinum úr Ögri yfir í Hnífsdal. Í sambandi við næturflugið á Þingeyri, af því að það má ekki fljúga þangað næturflug nema sjúkra- og neyðarflug, þá á að setja hindranaljós sem vantar þar í fjöllin og vararafstöð. Það er verið að vinna að því en ekki gert ráð fyrir þessum búnaði fyrr en 2012. Allt hefur þetta breyst og seinkað vegna niðurskurðarins og fjármálahamfara í landinu," segir Guðbjörn.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31