A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
18.05.2017 - 06:53 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Björn Ingi Bjarnason

„Alltaf langað að eiga langspil“

Langspilið smíðaði Jón Sigurðson á Þingeyri.
Langspilið smíðaði Jón Sigurðson á Þingeyri.
Barði Jóhannsson hlýtur Langspilið þetta árið

Tónlistarmaðurinn Barði Jóhannsson hlaut í fyrradag Langspilið, verðlaun Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar (STEF), en þau hlýtur höfundur sem hefur skarað fram úr og náð eftirtektarverðum árangri á síðastliðnu ári, að mati sambandsins.

Verðlaunagripurinn er íslenskt langspil sem er sérstaklega smíðað fyrir STEF af Jóni Sigurðssyni á Þingeyri.

Barði er meðal annars meðlimur í hljómsveitunum Bang Gang, Lady & Bird og Starwalkers. Langspilið var veitt í þriðja sinn í fyrradag en fyrri verðlaunahafar eru Ólafur Arnalds og Ásgeir Trausti.

Blaðamaður heyrði í Barða í gær en hann er nýkominn heim úr tveggja vikna tónleikaferðalagi um Kína með hljómsveit sinni Bang Gang. „Mér finnst alltaf gaman að fá viðurkenningu, alveg sama í hvaða formi hún er. Hvort sem það eru falleg orð um að tónlistin mín hafi hjálpað fólki í gegnum erfiðleika eða þá viðurkenning frá tónlsitarbransanum fyrir sköpunina,“ segir Barði og bætir við að þetta sé afskaplega ánægjuleg gjöf vegna þess að hann hafi alltaf langað að eiga langspil.

Morgunblaðið 17. maí 2017.
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31