A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
17.09.2016 - 20:45 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Álftamýri við Arnarfjörð: - Minkur skotinn á flugi!

Reynir Bergsveinsson.   Ljósm.: J. H. Hólmavík.
Reynir Bergsveinsson. Ljósm.: J. H. Hólmavík.
« 1 af 2 »

Hinn landskunni minkaveiðimaður, Reynir Bergsveinsson frá Gufudal, hefur verið á ferð hér vestra undanfarna daga. Er hann að leggja minkasíur sínar í æðarvörpum og víðar þar sem von er á vágestinum.

Til Álftamýrar, á norðurströnd Arnarfjarðar, lagði hann leið sína. Þegar hann kom út í svokallaða Ála, sem eru í túninu utan bæjarins, sá hann stokkandarhóp í sefinu. Tók hann eftir að ein öndin bagsaðist í hringi áður en hún gat flogið upp. Hagaði sér eins og eitthvað mikið væri að henni, særð eða eitthvað. Þótti Reyni þetta mjög undarlegt og virtist sem eitthvað héngi aftan í fuglinum.

Skipti það ekki togum að hann tók haglabyssu sína og veitti fuglinum náðarskotið. Þurfti hann þrjú skot á 20-30 metra færi. Þegar hann gætti betur að kom í ljós að minkur hafði læst klónum í stélið á öndinni. Má segja að flugferð sú hafi endað nokkuð sviplega.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31