A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
20.07.2009 - 09:55 | bb.is

Af hverju ekki? í Simbahöllinni í kvöld

Mysterious Marta er Ísfirðingum góðkunn enda bjó hér um árabil. Ljósm: Baldur Páll Hólmgeirsson.
Mysterious Marta er Ísfirðingum góðkunn enda bjó hér um árabil. Ljósm: Baldur Páll Hólmgeirsson.
Trúbadoradúettinn Mysterious Marta og Þjóðverjinn Ivar halda tónleikaferðalagi sínu um Vestfirði áfram í kvöld þegar þau spila í Simbahöllinni á Þingeyri. Tónleikaferðalagið nefnist Af hverju ekki? og er hluti af hringferð um landið þar sem þau tvö ætla að syngja og spila fyrir landsmenn, en ferðin er hluti af hinu svokallaða Alþjóðlega trúbadorasamsæri sem samanstendur af trúbadorum frá nokkrum löndum. Marta og Ivar, sem heitir réttu nafni Jóhannes, kynntust á Melodica Acoustic festival í Hamborg. Þau voru ekki búin að þekkjast lengi þegar þau voru búin að ákveða að túra saman um Ísland. Skipulagðir eru tónleikar í Reykjavík, Hveragerði, Egilstöðum, Neskaupstað, Akureyri, Grundarfirði, Hafnarfirði, Þingeyri, Ísafirði og á Tálknafirði.

 

„Það verður oftast frítt á tónleikana okkar en við ætlum að spila notalega og skemmtilega tónlist. Við erum hæstánægð með að vera komin vestur og okkur hlakkar mikið til að spila fyrir Vestfirðinga og vonum að þeir fjölmenni á tónleikana okkar", segir Marta. Það er einnig mikil tilhlökkun í Ivari en hann er ánægður með það sem hann hefur séð af svæðinu hingað til. „Náttúran á Vestfjörðum er ótrúlega falleg og það verður án efa gaman að skoða mig betur um á Vestfjörðum og á Íslandi", segir Ivar. Aðspurð hvernig stóð á því að ráðist var út í svona metnaðarfullt tónleikaferðalag var svarið einfalt: „Af hverju ekki?"

 

Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og er aðgangur ókeypis.

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31