02.05.2017 - 13:02 | Vestfirska forlagið,Dýrfirðingafélagið,Björn Ingi Bjarnason
Aðalfundur Dýrfirðingafélagsins 2017
71. aðalfundur Dýrfirðingafélagsins verður haldinn mánudaginn 8. maí 2017 í safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju. Fundurinn hefst kl. 20:00. Dagskrá er hefðbundin og samkvæmt lögum félagsins. Kosið verður í stjórn, skemmtinefnd og kaffinefnd. Að venju verður boðið upp á kaffi og meðlæti.
Við óskum ykkur öllum gleðilegs sumars og þökkum fyrir ánægjulegar samverustundir á starfsárinu sem er að líða. Þetta ár hefur verið fremur tíðindalítið. Þó má færa fyrir því rök að það sæti tíðindum að rúmlega sjötíu ára gamalt átthagafélag skuli enn vera á lífi. Við héldum afar skemmtilega árshátíð í október s.l. Við leituðum að dýrfirska jólasveininum í yndislegu veðri í Gufunesi í desember s.l. Kaffidagurinn var haldinn með miklum sóma í mars. Og nú stendur aðalfundur fyrir dyrum.
Við, sem nú störfum í stjórn félagsins, fögnum öllum nýjum tillögum sem bæta starfið. Við tökum á móti nýjum starfskröftum og nefndarfólki með útbreiddan faðm.
Við, sem nú störfum í stjórn félagsins, fögnum öllum nýjum tillögum sem bæta starfið. Við tökum á móti nýjum starfskröftum og nefndarfólki með útbreiddan faðm.
Hlökkum til að sjá ykkur þann 8. maí.
Stjórn Dýrfirðingafélagsins:
Bergþóra Valsdóttir, Gyða Hrönn Einarsdóttir, Þuríður Steinarsdóttir, Hanna Jóna Ástvaldsdóttir, Ragnar Gunnarsson, Hanna Laufey Elísdóttir og Jón Júlíus Tómasson
__________________________________________________
__________________________________________________
Stjórn félagsins er nú skipuð eftirtöldum:
Bergþóra Valsdóttir, formaður (bergtora.vals@gmail.com)
Ragnar Gunnarsson, varaformaður
Gyða Hrönn Einarsdóttir, ritari
Þuríður Steinarsdóttir, gjaldkeri
Hanna Jóna Ástvaldsdóttir, meðstjórnandi
Hanna Laufey Elísdóttir, varamaður
Jón Júlíus Tómasson, varamaður.
Formaður, Bergþóra Valsdóttir, lýkur nú seinna ári á sínu kjörtímabili, en gefur kost á sér til áframhaldandi formennsku. Þuríður Steinarsdóttir og Gyða Hrönn Einarsdóttir, sem ljúka nú seinna ári á sínu kjörtímabili, gefa einnig kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Hanna Laufey Elísdóttir, sem lýkur nú seinna ári á sínu kjörtímabili, gefur áfram kost á sér sem varamaður.
Skoðunarmenn reikninga eru Þorbergur Steinn Leifsson og Erla Árnadóttir. Erla er á seinna ári á sínu kjörtímabili en gefur kost á sér á nýjan leik.
Kaffinefnd:
Á öðru ári í kaffinefnd eru Hermann Sigurðsson, Elínborg Sigurjónsdóttir og Kristín Valsdóttir. Óskað er eftir framboðum til tveggja ára í nefndina.
Á öðru ári í kaffinefnd eru Hermann Sigurðsson, Elínborg Sigurjónsdóttir og Kristín Valsdóttir. Óskað er eftir framboðum til tveggja ára í nefndina.
Skemmtinefnd:
Jónína Pálsdóttir og Ylfa Proppé hafa boðið sig fram í skemmtinefnd. Óskað er eftir framboðum í skemmtinefnd.
Jónína Pálsdóttir og Ylfa Proppé hafa boðið sig fram í skemmtinefnd. Óskað er eftir framboðum í skemmtinefnd.
Kosið er í nefndir félagsins til tveggja ára í senn. Viðburðirnir eru tveir, einn á hvoru ári. Undantekningarlaust hafa þeir sem tekið hafa að sér nefndarstörf í Dýrfirðingafélaginu undanfarin ár átt ánægjuleg samskipti og skemmtilega samveru með jafn skemmtilegu fólki. Munum að margar hendur vinna létt verk og maður er manns gaman. Þeir sem vilja gefa kost á sér til starfa fyrir félagið eru hvattir til að hafa samband við Bergþóru formann í 824-1958, bergtora.vals@gmail.com eða á fésbókarsíðu félagsins.