A A A
14.07.2017 - 08:46 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Að losna við hafvindinn inn Önundarfjörð

Séð yfir Klofning í fjörunni og út Önundarfjörð. Ljósm.: Kristján Einarsson.
Séð yfir Klofning í fjörunni og út Önundarfjörð. Ljósm.: Kristján Einarsson.
« 1 af 2 »

Sumarnótt eina fyrir allmörgum árum síðan var ég að sprauta bíl fyrir Benna Odds í bílskúrnum hjá Hinna Jóni.

Milli umferða fórum við út á Klofning með kaffi og bakkelsi frá Rúnu, (Guðrún Kristjánsdóttir frá Þingeyri - eiginkona Benna), pönnukökur bæði með rjóma og sykraðar og mikið af þeim.

Sátum við á svipuðum stað og myndin er tekin.

Þá segir Benni:
"Mér finnst að það ætti að strekkja vír hérna yfir fjörðinn og setja á hann gardínur eins og eru í inn í tækjasalinn í frystihúsinu. Þá myndum við losna við hafvindinn."

 

Af Facebook-síðu Kristjáns Einarssonar á Flateyri.


« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30