A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
10.01.2017 - 17:51 | Ferðafélag Íslands,Björn Ingi Bjarnason,Vestfirska forlagið

​Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2017

Ferðafélag Íslands er 90 ára 2017 og ferðaáætlunin því veglegri en nokkru sinni og verður afmælinu fagnað með viðeigandi afmælisferðum og afmælisfagnaði.

Í Ferðaáætluninni er að finna ítarlega lýsingu á verkefnum Ferðafélags Íslands og deilda þess um allt land. Í ferðaáætluninni er lýst þeim fjölmörgu verkefnum sem félagið stendur fyrir á sviði útivistar um allt land. Námskeið, fjallaskíðaferðir, gönguskíðaferðir, söguferðir, sumarleyfisferðir, dagsferðir eru á meðal valkosta. Hátt á annað hundrað viðburðir eru í boði auk námskeiða og hópverkefna félagsins.

Verkefnin eru allt frá örgöngum og upp í raðgöngur og nokkurra daga bakpokaferðalög þar sem undur íslenskrar náttúru og ævintýri eru við hvert fótmál. Þjóðmenning og náttúra er ævinlega í öndvegi í ferðunum. Í ferðum félagsins er farið um fótgangandi, á fjallaskíðum og gönguskíðum.

Gist er í skálum eða í tjöldum eftir atvikum. Gengið er á fell og fjöll. Hæstu jöklar eru klifnir og nýjar slóðir uppgötvaðar.

Hópverkefni félagsins eru útfærð með hliðsjón af bættri lýðheilsu. Aftur af stað, Alla leið, Fyrsta skrefið, Næsta skrefið, FÍ- Landvættir, Eitt fjall á mánuði og Tvö fjöll í mánuði eru verkefni af þeim toga. Í nýju verkefni sem ber nafnið Hundrað hæstu verður gengið á hundrað hæstu fjöll landsins á 10 árum.

Ferðafélag barnanna er undirdeild FÍ sem fer víða og kynnir börnum kosti útivistar og náttúruupplifunar. Af sama toga er FÍ Ung Ferðafélag unga fólksins. Þar er dagskrá allt árið með áherslu á áhugasvið ungs fólks. Norðurljósaferð og hellakönnun er á meðal þess sem boðið er upp á.

Fjölmargar sérferðir eru í boði og markmiðin eru af öllum toga. Meðal annars er boðið upp á ferð á Hornbjargsvita þar sem markmiðið er að hætta að reykja.

Ferðir um Laugaveginn njóta mikilli vinsælda. Þar standa skálar Ferðafélagsins ferðalöngum opnir.

Fjallaskíði njóta sívaxandi vinsælda. Fjöldi slíkra ferða eru á dagskrá ársins2017. Meðal annars er áformað að fara á Botnssúlur og í Kverkfjöll .

Fjöldi námskeiða er í boði. Skyndihjálp er kennd. GPS-námskeið eru fyrir þá sem vilja læra rötun og einnig fyrir lengra komna. Þá er boðið upp á námskeið um það hvernig raða skal í bakpoka. Farið er í útilegu og kennslan því verkleg. Fólki er kennt að meta snjóflóðahættu á snjóflóðanámskeiði og fleira mætti nefna.

Ferðafélag Íslands.

http://vefbirting.oddi.is/fi/fi_ferdir_2017/index.html#106






« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31