28.09.2014 - 15:44 |
80. Hjónaballið
Þann 1. Nóvember 2014 verður Hjónaballið haldið í 80. skipti.
Um er að ræða borðhald og dansleik með hefðbundnum hætti, ýmis skemmtiatriði og hefðir eldri tíma rifjaðar upp.
Veislustjóri kvöldsins er Ingvar Jónsson. Kokkar eru þeir Steini og Snorri sem ásamt nefndinni sjá um veisluföng á matseðli.
Hljómsveitin Hafrót spilar fyrir dansi fram á nótt.
18 ára aldurstakmark.
Miðaverð: Kr. 8000 á borðhald og dansleik.
Borðhald: 6000 kr.
Dansleikur: 3000 kr.
Skráning í síma 8931065 hjá Sæmundi eða á netfangið: skjolskogar@skjolskogar.is