A A A
  • 1981 - Berglind Hrönn Hlynsdóttir
15.06.2017 - 07:01 | Vestfirska forlagið,Blaðið - Vestfirðir,Björn Ingi Bjarnason

77 ára fermingarafmæli

Gróa Björnsdóttir í Kaffi-Sól í Neðri-Breiðadal í Önundarfirði.  Ljósm.: BIB
Gróa Björnsdóttir í Kaffi-Sól í Neðri-Breiðadal í Önundarfirði. Ljósm.: BIB
« 1 af 3 »

Nú á dögunum opnaði nýtt kaffihús í Neðri-Breiðadal í Önundarfirði undir nafninu Kaffi-Sól.

Þar er í boði kaffi ásamt ýmsu þjóðlegu bakkelsi og hafa viðtökurnar verið mjög góðar. Eigendur Kaffi-Sólar eru hjónin Guðrún Hanna Óskarsdóttir og Halldór Mikkaelsson í Neðri-Breiðadal.

Á hvítasunnudegi þann 4. júní sl. var fjöldi fólks sem naut veitinga í Kaffi-Sól og skartaði Önundarfjörðurinn sínu fegursta og er útsýnið frá kaffishúsinu stórfenglegt.

Meðal gesta var Gróa Björnsdóttir á Hlíf á Ísafirði en hún er fædd og uppalin að Mosvöllum í Önundarfirði og bjó á Flateyri í um 60 ár. Hún rifjaði upp fermingardaginn á hvítasunnudegi þann 6. júní árið 1940 en Gróa er fædd þann 27. desember 1926.

Fermingarguðsþjónustan var í Holtskirkju í Önundarfirði og prestur var séra Jón Ólafsson í Holti. Organisti var Jóhannes Kristjánsson í Ytri-Hjarðardal og meðhjálpari var Guðmundur Bjarnason á Mosvöllum.  

Fermingarbörnin voru:
Gróa Björnsdóttir – Mosvöllum, og síðan eftirtalin sem öll eru nú látin;

Valdimar Ólafsson – Mosvöllum, Oddur Jónsson – Kroppsstöðum, Hagalín Kristjánsson – Tröð, Steinþór Bjarni Kristjánsson – Ytri Hjarðardal, Bjartmar Magnússon – Tungu í Valþjófsdal, og Halla Bernharðsdóttir – Vöðlum.

Guðmundur Ingi Kristjánsson (1907 – 2002), skáld á Kirkjubóli í Bjarnardal, var við fermingarmessuna í Holti þann 6. júní 1940 og á heimleiðinni kom hann við að Mosvöllum og færði Gróu Björnsdóttur þetta innihaldsríka fermingarljóð sem skrifað var með hans fallegu rithönd.

Vorið sem gróandan veitir
valdi sér fallegan brag.
Sólheita glaðværa geisla
að ganga við hlið þér í dag.
Hamingjan veri þinn vinur
verði þér ástrík og blíð
gefi þér fegurstu geisla
sem gæti þín alla tíð.
   


« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30