30.06.2010 - 21:46 | bb.is
75 þús. króna tilboði verði tekið
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að kauptilboði Ólafs Ragnarssonar að upphæð 75.000 krónur í fasteignina Fjarðargötu 35a á Þingeyri verði tekið. Aðeins eitt tilboð barst í fasteignina en það var tekið fyrir á fundi bæjarráðs á mánudag. Auglýst hafði verið eftir tilboðum í húsið og var umsóknarfrestur til 20. júní.