A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
05.05.2017 - 19:32 | Wikipedia,Vestfirska forlagið,Björn Ingi Bjarnason

5. maí - Karl Marx fæddist þennan dag árið 1818

Karl Marx (1818 - 1883).
Karl Marx (1818 - 1883).
« 1 af 2 »

Karl Heinrich Marx var áhrifamikill þýskur hagfræðingur, heimspekingur, byltingarleiðtogi og stjórnmálaspekingur. Hann er frægastur fyrir greiningu sína á mannkynssögunni í anda þráttarhyggju Hegels sem röð átaka milli stétta. Hann greindi samfélag kapítalismans og taldi meðal annars að reglulegar og sívaxandi efnahagskreppur væru innbyggðar í hagkerfi og myndu á endanum leiða til hruns þar sem stéttlaust samfélag tæki við.

 

Marx tók virkan þátt í stjórnmálahræringum um og eftir miðja 19. öld. Hann skrifaði Kommúnistaávarpið ásamt Friedrich Engels 1848 og var leiðandi við stofnun Fyrstu alþjóðasamtaka verkalýðsins í London 1864. Höfuðrit hans Auðmagnið (Das Kapital) kom út 1867, en hann vann við rannsóknir meira eða minna til dauðadags 1883.

 

Útfærslur á jafnaðarstefnunni sem byggja á verkum Marx eru oft kallaðar marxismi. Marxismi hafði gríðarleg áhrif á stjórnmál og vísindi á 19. og 20. öld. Karl Marx lést þann 14. mars 1883.
 

Heimild: Wikipedia


« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31