A A A
  • 1954 - Fríður Jónsdóttir
  • 1957 - Sigurður Rúnar Jónsson
24.02.2015 - 08:24 | Morgunblaðið

25 ár frá gerð þjóðarsáttarsamninga

Þeir Ásmundur Stefánsson og Einar Oddur Kristjánsson, heitinn, handsala þjóðarsáttina. Á milli þeirra situr Haukur Halldórsson.
Þeir Ásmundur Stefánsson og Einar Oddur Kristjánsson, heitinn, handsala þjóðarsáttina. Á milli þeirra situr Haukur Halldórsson.

• Guðni Th. Jóhannesson segir þjóðarsáttina vera einstakan atburð • Sumir hafi reynt að eigna sér þjóðarsáttina
Í febrúar eru 25 ár liðin síðan þjóðarsáttin, kjarasamningar á milli verkalýðshreyfingar, atvinnurekenda og ríkisins, voru undirritaðir. Af því tilefni stendur Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga fyrir hádegisverðarfundi á Grand hóteli í dag og hefst fundurinn kl. 12.00.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, opnar fundinn. Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur, ræðir síðan um minninguna um Einar Odd Kristjánsson og þjóðarsáttina. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, og Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, fjalla um hvernig ástand og horfur á vinnumarkaði horfa við verkalýðshreyfingunni og vinnuveitendum.

Fundarstjóri verður Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins.

 

Hvernig sáttarinnar er minnst

„Mig langar til þess að ræða um það hvernig þjóðarsáttarinnar er minnst, hvernig henni hefur verið hampað og hvernig sumir hafa reynt að eigna sér hana og heiðurinn af henni,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, þegar hann var spurður á hvað hann myndi leggja áherslu í erindi sínu.

Guðni sagði jafnframt: „Það segir sína sögu, að þetta er eina skiptið sem þjóðarsátt hefur náðst og það vita allir um hvað er talað þegar rætt er um þjóðarsáttina, þennan einstaka atburð frá því 1990.“

_________________________________________________________________________

„Erfið leið og þröng“


„Nýir kjarasamningar Alþýðusambands Íslands, Vinnuveitendasambands Íslands og Vinnumálasambands samvinnufélaganna til næstu átján mánaða eða til 15. september 1991 voru undirritaðir klukkan eitt í nótt, en samningafundur hafði þá staðið yfir óslitið í 40 klukkustundir.“

Þannig hófst frétt á baksíðu Morgunblaðsins, 2. febrúar, 1990.

Í fréttinni sagði jafnframt: „Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ sagði við Morgunblaðið í nótt að það skipti höfuðmáli að ná stöðugleika og tryggja atvinnuöryggi. „Með þessum samningi erum við að leitast við að ná verðbólgu niður. Við fáum fram stórlækkun nafnvaxta, tryggjum óbreytt búvöruverð, drögum úr hækkun á opinberri þjónustu og náum árangri í verðlagsmálum almennt,“ sagði Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ m.a. við Morgunblaðið.

Og síðar sagði: „ Einar Oddur Kristjánsson formaður VSÍ sagðist líta svo á að undirskrift kjarasamninganna í nótt væri fyrsta skrefið á langri leið til að byggja upp farsælt þjóðfélag með von um efnahagslegar framfarir. „Þetta verður erfið leið og þröng,“ sagði Einar Oddur.

 

Morgunblaðið þriðjudagurinn 24. febrúar 2015



« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31