A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
21.05.2017 - 11:18 | timarit.is,Björn Ingi Bjarnason,Alþingi,Vestfirska forlagið

21. maí 2017 - 101 ára ártíð Skúla Thoroddsen

Skúli Thoroddsen (1859-1916)
Skúli Thoroddsen (1859-1916)
« 1 af 4 »

Skúli Thoroddsenb var fæddur í Haga á Barðaströnd 6. janúar 1859, dáinn 21. maí 1916. 

Foreldrar: Jón Thoroddsen (fæddur 5. október 1818, dáinn 8. mars 1868) sýslumaður og skáld og kona hans Kristín Ólína Þorvaldsdóttir, fædd Sívertsen (fædd 24. júní 1833, dáin 27. nóvember 1879) húsmóðir, dóttir Þorvalds Sívertsens alþingismanns. (Ættarskrá XV.) Bróðir Þórðar Thoroddsens alþingismanns, faðir Skúla, Katrínar og Sigurðar alþingismanna Thoroddsens og Ragnhildar konu Pálma Hannessonar alþingismanns.

Maki (11. október 1884): Theodora Friðrika Guðmundsdóttir Thoroddsen (fædd 1. júlí 1863, dáin 23. febrúar 1954) húsmóðir og skáld. Foreldrar: Guðmundur Einarsson alþingismaður og kona hans Katrín Ólafsdóttir, dóttir Ólafs Sívertsens alþingismanns. Börn: Unnur (1885), Guðmundur (1887), Þorvaldur (1888), Skúli (1890), Þorvaldur (1892), Kristín Ólína (1894), Katrín (1896), Jón (1898), Ragnhildur (1899), Bolli (1901), Sigurður (1902), Sverrir (1904), María Kristín (1906).

Stúdentspróf Lsk. 1879. Lögfræðipróf Hafnarháskóla 1884.

Settur málaflutningsmaður við landsyfirdóminn 1. ágúst 1884. 
Sýslumaður í Ísafjarðarsýslu og bæjarfógeti á Ísafirði 1884–1892. Vikið frá 1892. Lausn með eftirlaunum 1895. 
Stjórnaði kaupfélagi á Ísafirði 1888–1901, það annaðist m.a. saltfisksölu til Miðjarðarhafslanda. 
Rak verslun á Ísafirði 1895–1915. 
Ritstjóri og bóndi á Bessastöðum á Álftanesi 1901–1908 og rak þar prentsmiðju. 
Fluttist til Reykjavíkur 1908 og átti þar heima síðan.

Skipaður í milliþinganefndina 1907. Yfirskoðunarmaður landsreikninga 1908–1913. Í milliþinganefnd í launamálum 1914. Í velferðarnefnd 1915.

Alþingismaður Eyfirðinga 1890–1892, alþingismaður Ísfirðinga 1892–1902, alþingismaður Norður-Ísfirðinga 1903–1915 (Framfaraflokkurinn, Framsóknarflokkurinn eldri, Þjóðræðisflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn eldri).

Forseti sameinaðs þings 1909–1911. Varaforseti neðri deildar 1901, varaforseti sameinaðs þings 1909.

Ævisögu hans hefur ritað Jón Guðnason: Skúli Thoroddsen, tvö bindi (1968 og 1974).

Ritstjóri: Þjóðviljinn (1887–1891). Þjóðviljinn ungi (1892–1899). Þjóðviljinn (1901–1915). Fram (1898). Sköfnungur (1902). Norður-Ísfirðingur (1911).

 

Alþingismannatal - www.alþingi.is


« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31