A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
20.06.2016 - 09:16 | Morgunblaðið,Vestfirska forlagið

20. júní 2016 - Lengsti dagur ársins

Herðubreið.   Ljósm.: Júlía B. Björnsdóttir.
Herðubreið. Ljósm.: Júlía B. Björnsdóttir.

Sumarsólstöður eru í dag, mánudaginn 20. júní, en þá er sólargangur lengstur. Sólstöður eru klukkan 22:34, samkvæmt Almanaki Háskóla Íslands. Lengsti dagur ársins er því í dag, en nýliðin nótt var sú stysta.

Sólstöður verða þegar stefna mönduláss jarðar er til miðju sólar. Gerist þetta tvisvar sinnum á ári, sumarsólstöður á tímabilinu 20. til 22. júní, þegar sólargangurinn er lengstur, og vetrarsólstöður 20. til 23. desember, þegar sólargangurinn er stystur.

Eftir daginn í dag fer sólin aftur að lækka á lofti og dagarnir munu því styttast jafnt og þétt þangað til á vetrarsólstöðum, sem í ár verða 21. desember.


Morgunblaðið mánudagurinn 20. júní 2016

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31