01.09.2015 - 20:54 | BIB
1. september 2015 - Vífilsstaðaspítali 105 ára
Vífilsstaðaspítali var tilbúinn sem spítali fyrir berklasjúklinga 1. september árið 1910.
Vífilsstaðaspítali var hannaður af Dýrfirðingnum Rögnvaldi Ólafssyni, einum af stofnendum Verkfræðingafélags Íslands. Lokið var við húsið á 16 mánuðum.
Vífilsstaðaspítali var hannaður af Dýrfirðingnum Rögnvaldi Ólafssyni, einum af stofnendum Verkfræðingafélags Íslands. Lokið var við húsið á 16 mánuðum.
Upp úr 1970 var farið að taka við öndunarfærasjúklingum á Vífilsstöðum og meðferðardeild fyrir áfengissjúklinga sem tilheyrði Kleppsspítala starfaði þar frá 1976 til 2002.
Hrafnista hefur rekið hjúkrunarheimili fyrir aldraða á Vífilsstöðum frá ársbyrjun 2004. Flestir sem dvelja þar koma þangað af öldrunardeildum Landspítala.
Af: wwww.landspitali.is