19.06.2017 - 06:47 | Björn Ingi Bjarnason,Morgunblaðið,Vestfirska forlagið
19. júní 1915 - Kvenréttindadagurinn
Kristján konungur X staðfesti breytingar á stjórnarskránni þann 19. júní árið 1915.
Konur fengu þá kosningarétt og kjörgengi til Alþingis, en fyrst í stað var miðað við 40 ára og eldri.
Réttindunum var fagnað á Austurvelli 7. júlí, við setningu Alþingis.
Morgunblaðið- Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson.