17. júní - Hátíðardagskrá Hrafnseyri 2017
Hátíðardagskrá á 17. júní verður með hefðbundnum hætti á Hrafnseyri, fæðingarstað þjóðhetjunnar Jóns Sigurðssonar.
Dagskrá:
13:00 - 13:45 Hátíðarguðþjónusta: Sr. Hildur Inga Rúnarsdóttir Þingeyrarprestakalli þjónar fyrir altari og sr. Elín Salóme Guðmundsdóttir prestur í Patreksfjarðarprestakalli prédikar. Kaffiveitingar á meðan hátíð stendur. |
|
14:15 Setning Þjóðhátíðar Tónlist: Jóngunnar Biering Margeirsson Hátíðarræða: Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Útnefning bæjarlistamanns Ísafjarðarbæjar |
|
15:00 Háskólahátíð í tilefni útskriftar vestfirskra háskólanemenda Kynnir á hátíðinni er prófessor Guðmundur Hálfdanarson. Myndlistamaður sumarsins er Jón Laxdal. Börn geta farið á hestbak undir leiðsögn. Rútuferð, Ísafjörður – Hrafnseyri, fólki að kostnaðarlausu. Rútan fer frá Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði kl. 11:30 Rútan fer frá Hrafnseyri kl. 17:00 Kaffi og afmælisterta í boði Hrafnseyrar verður á meðan á dagskrá stendur fram til kl. 17:00. |