A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
04.03.2014 - 06:42 | Björn Ingi Bjarnason

-Furstinn góði- frá Vestfirska forlaginu á ÞIngeyri

Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri með Basil fursta.
Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri með Basil fursta.
« 1 af 2 »
Það er gefandi að eiga samneyti við bækur því þær fræða, skemmta og upplýsa og lestur þeirra eykur víðsýni lesandans og eflir þann þátt í fari manna sem er svo mikilvægur, en það er að geta sett sig í spor annarra. Bóklestur skiptir máli og foreldrar ættu að gæta sérstaklega að því að halda bókum að börnum sínum. Eins ættu foreldrar að fara með börn sín á bókamarkað og leyfa þeim að velja sér bækur. Það fallegasta sem maður sér yfirleitt á hinum árlega Bókamarkaði Félags íslenskra bókaútgefenda eru börn sem spranga stolt um með bækur eða hreinlega hlamma sér niður á gólfið og fletta bók af ákafa.

Þeir sem safna bókum allan ársins hring finna sennilega ekki á Bókamarkaðnum heilu staflana sem þá vantar í bókasafnið sitt, en þó leynast þar samt alltaf einhverjar bækur sem hafa farið framhjá þeim. Sjálf fann ég á dögunum Basil fursta, sem ég hef árum saman heyrt mikið af en aldrei lesið. Ég hef tekið eftir því að aðdáendur furstans, sem yfirleitt lásu bækur um hann á unglingsárum, telja sér það mjög til tekna að hafa legið yfir bókunum. Þeim finnst enn að Basil fursti sé bara nokkuð flottur.

Þar sem hefti af furstanum á Bókamarkaðnum kostar einungis 600 krónur nældi ég mér í tvö þeirra. Í stuttu máli var lesturinn afar skemmtulegur og ég hló nokkrum sinnum upphátt – en er ekki viss um að ætlun höfundar hafi verið að framkalla þau viðbrögð. Atburðarásin er ævintýraleg, fólk bregður sér iðulega í dulargervi, alls kyns leyniútgangar eru á sögusviðinu og svæsin illmenni eru á hverju strái og höfundur líkir þeim jafnvel við rottur. Ekki misskilja mig, ég er ekki að segja að bækurnar um ævintýri Basils fursta séu verðlaunaskáldskapur, en þær þurfa heldur ekkert að vera það. Stundum vill maður bara skemmta sér yfir bók og þarna gerist það sannarlega – svo fremi að maður setji sig ekki of hátíðlegar stellingar við lesturinn.

En farið á Bókamarkaðinn á Laugardalsvellinum og njótið þess að vera innan um bækur. Það er eiginlega útilokað annað en að þið finnið eitthvað við ykkar hæfi.

 

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar í Morgunblaðinu sunnudaginn 2. mars 2014

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31