Lög Dýrfirðingafélagsins samþykkt á aðalfundi 10. maí 2012
LÖG DÝRFIRÐINGAFÉLAGSINS
1. gr.
Félagið heitir Dýrfirðingafélagið og er heimili þess og varnarþing í Reykjavík
2. gr.
Félagsmaður getur hver sá orðið, sem fæddur er í Dýrafirði, að Ingjaldsandi meðtöldum, eða hefur dvalið þar um lengri eða skemmri tíma. Félagsmenn geta einnig orðið makar hans, afkomendur og tengdafólk.
3. gr.
Tilgangur félagsins er :
a) að efla og viðhalda sambandi og kynningu við heimahéraðið.
b) að varðveita sögulegar menjar héraðsins og forða frá gleymsku, merkum atburðum og sögulegum viðburðum.
c) Að beita áhrifum sínum að velferðar og menningarmálum fjarðarins í samvinnu við áhugamenn í héraðinu, svo og þau félög, er starfa að framfara – og áhugamálum þess, svo sem ungmennafélög, íþróttafélög, skógræktarfélög o.sv.frv.
4. gr.
Stjórn félagsins skal kosin á aðalfundi til tveggja ára í senn og skipa hana fimm menn, formaður, varaformaður, gjaldkeri, ritari og meðstjórnandi. Ennfremur skulu kosnir tveir menn til vara og tveir skoðunarmenn reikninga. Formaður skal kosinn fyrst og sér í lagi. Kosning annarra stjórnarmanna skal haga þannig: að á aðalfundi hverjum ganga tveir/þrír stjórnarmanna úr stjórninni og skulu tveir/þrír stjórnarmenn kosnir í þeirra stað og skipta þeir með sér verkum. Kosningu hlýtur sá, er flest atkvæði hefur, en séu atkvæði jöfn, skal kosið bundinni kosningu milli þeirra, er jöfn atkvæði hafa.
5. gr.
Aðalfundur skal haldinn fyrir 15. maí ár hvert. Auk stjórnar skal á aðalfundi kosið í sjö manna skemmtinefnd sem starfar til eflingar skemmtanalífi innan félagsins og sjö manna kaffinefnd sem tekur þátt í undirbúningi og framkvæmd Kaffidags félagsins.
Dagskrá aðalfundar er:
a) fundargerð síðasta aðalfundar
b) látinna félaga minnst
c) skýrsla stjórnar
d) endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykkis
e) inntaka nýrra félaga
f) árgjald ákveðið
g) kosning formanns
h) kosning tveggja eða þriggja stjórnarmanna
i) kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
j) kosning þriggja eða fjögurra manna í skemmtinefnd
k) kosning þriggja eða fjögurra manna í kaffinefnd
l) önnur mál
6. gr.
Stjórn félagsins boðar til almennra funda, svo oft sem henni þykir þörf. Einnig er stjórninni skylt að boða til almennra funda, ef minnst 20 félagar fara þess á leit.
7. gr.
a) Formaður boðar til stjórnarfunda með minnst viku fyrirvara og stjórnar þeim.
b) Skylt er stjórninni að halda fundargerðarbók yfir gjörðir sínar á fundum, svo og fundargerðarbók fyrir alla fundi félagsins, ennfremur bók yfir félagaskrá.
c) Gjaldkeri innheimtir félagsgjöld, greiðir reikninga félagsins, varðveitir og færir nauðsynlegar bækur viðvíkjandi reikningshaldi félagsins.
8. gr.
a) Ársgjald félagsins skal ákveðið á aðalfundi og greiðist í síðasta lagi fyrir lok aprílmánaðar ár hvert.
b) Aðalfundur getur eftir tillögum félagsstjórnar og með einróma samþykki hennar gert þá heiðursfélaga, sem fundurinn telur, að sérstaklega hafi til þess unnið. Tala heiðursfélaga má þó aldrei vera hærri en þrír menn samtímis.
9. gr.
Verði félaginu slitið, eða það starfi ekki um 5 ára skeið, skulu eignir þess renna til velferðar- og menningarmála í Dýrafirði.
10. gr.
Lögum þessum er ekki hægt að breyta nema á aðalfundi, enda sé breytingin auglýst í fundarboðinu og samþykkt með tveimur þriðju greiddra atkvæða.
Reykjavík,
10. maí 2012