21.09.2009 - 11:07 | Hallgrímur Sveinsson
Út á sextugt djúp
Það var beinlínis sjokkerandi að lesa á visi.is
um daginn frásögn þeirra heiðurshjóna Jóns Baldvins og Bryndísar Schram
af bíóferð þeirra nýlega. Hann gekk út af miðri kvikmynd í mótmælaskyni
og hefur sennilega sagt Svei attan! Taldi höfund hennar geðveikan en
frúin sat sem fastast alla myndina, enda hugrökk kona. Þegar hún kom
heim var hún gjörsamlega miður sín og varð að fá sér einn gráan til að
halda sönsum.
Spyrja verður: Hver er tilgangurinn með að leyfa innflutning og sýningu á slíkum óþverra að bæði venjulegt fólk og óvenjulegt verður algjörlega miður sín við að fara í bíó í sakleysi sínu. Er það kannski bara til að taka þátt í samfélagi hinna siðuðu þjóða sem svo eru kallaðar?
En allt er leyfilegt á Íslandi sem kunnugt er. Allt á hingað greiða leið af því það má aldrei banna neitt. Hvílíkur misskilningur hjá einni þjóð. En sú stund rennur stundum upp að menn verða að segja stopp hvað sem það kostar.
Þegar Sverrir Hermannsson var kommissar í Framkvæmdastofnun hér á árunum, er sagt að hann hafi ráðlagt mönnum sem komu til hans í peningaleit, að þeir yrðu fyrst að senda sundurlyndisfjandann út á sextugt djúp áður en þeir fengju krónu hjá sér og varð oft að áhrínsorðum hjá kallinum.
Það er nákvæmlega þetta sem á að gera við þennan fjanda sem hér er gerður að umtalsefni. Það á að senda hann beint út á sextugt djúp og komi aldrei upp síðan. Þetta er gamalt íslenskt þjóðráð sem vel má nota um ýmsar þær kvikmyndafilmur sem verið er að troða upp á saklaust fólk, ekki síst hina ungu. Þar mætti Sjónvarpið athuga sinn gang. Og fleira í nútímanum mætti fara þessa leið.
Spyrja verður: Hver er tilgangurinn með að leyfa innflutning og sýningu á slíkum óþverra að bæði venjulegt fólk og óvenjulegt verður algjörlega miður sín við að fara í bíó í sakleysi sínu. Er það kannski bara til að taka þátt í samfélagi hinna siðuðu þjóða sem svo eru kallaðar?
En allt er leyfilegt á Íslandi sem kunnugt er. Allt á hingað greiða leið af því það má aldrei banna neitt. Hvílíkur misskilningur hjá einni þjóð. En sú stund rennur stundum upp að menn verða að segja stopp hvað sem það kostar.
Þegar Sverrir Hermannsson var kommissar í Framkvæmdastofnun hér á árunum, er sagt að hann hafi ráðlagt mönnum sem komu til hans í peningaleit, að þeir yrðu fyrst að senda sundurlyndisfjandann út á sextugt djúp áður en þeir fengju krónu hjá sér og varð oft að áhrínsorðum hjá kallinum.
Það er nákvæmlega þetta sem á að gera við þennan fjanda sem hér er gerður að umtalsefni. Það á að senda hann beint út á sextugt djúp og komi aldrei upp síðan. Þetta er gamalt íslenskt þjóðráð sem vel má nota um ýmsar þær kvikmyndafilmur sem verið er að troða upp á saklaust fólk, ekki síst hina ungu. Þar mætti Sjónvarpið athuga sinn gang. Og fleira í nútímanum mætti fara þessa leið.