A A A
  • 1966 - Steinar Ríkarður Jónasson
23.02.2018 - 12:08 | Vestfirska forlagið

Úr sagnabanka Vestfirska forlagsins

Tímaskynið


Viðar Finnsson var lengi á togaranum Guðbjörgu ÍS 46 frá Ísafirði. Viðar var haldinn mikilli bíla- og mótorhjóladellu og eyddi öllum frístundum sínum í að gera við jeppa sína og mótorhjól og var alltaf kolsvartur upp fyrir haus.
Eitt sinn þegar Viðar bjó á Engjaveginum á Ísafirði var hann að rífa sundur jeppavél í bílskúrnum og hafði alveg gleymt sér við það verk. Illa gekk að rífa. Viðar þurfti slaghamar og átti hann ekki til. Hann bankaði því hjá Skúla Skúlasyni trésmið sem var næsti nágranni Viðars sem líklegur var til að eiga slaghamar. Skúli kom til dyra, fáklæddur, úfinn og úrillur. Viðar spurði hvort

hann ætti slaghamar.

-Veistu hvað klukkan er? spurði Skúli.

-Nei, sagði Viðar.

-Hún er að verða þrjú að nóttu, sagði Skúli.

-Hver andskotinn, sagði Viðar. Þá hef ég gleymt kvöldmatnum.

 
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31