A A A
  • 1960 - Ragnar Gunnarsson
  • 1993 - Guđbjartur Sigurđur Konráđsson
06.07.2012 - 21:03 | Hallgrímur Sveinsson

Strandríkjahagsmunir og frumbyggjaréttur

 


Hallgrímur Sveinsson.


Strandríkjahagsmunir
og frumbyggjaréttur.

Sjávarútvegsráðherrann okkar sagði í fréttum um daginn að "það væri ofboðslega gott ef það tækist að leysa makríldeiluna, en það verður að vera gert á einhverjum grunni sem Íslendingar geti sætt sig við og þar sem ríkir og réttmætir strandríkjahagsmunir landsins eru virtir."


Víkur nú sögunni til Vestfjarða.
Þar hallar undan fæti, fólki fækkar og fækkar og sumir sjá jafnvel Hornstrandir handan við hornið innan nokkurra ára. Margir fullyrða að það eina sem geti reddað Vestfjörðum sé að þeir sérfræðingar í fiskveiðum, sem ennþá hafa heimilisfesti þar, fái að róa til fiskjar á mannsæmandi hátt og sá hinn sami sjávarafli verði unninn í heimahéraði sjómannanna og hvergi annarsstaðar. Strandveiðar, eins og þær eru skipulagðar í dag og byggðakvóti ættu að heyra sögunni til. Það segja reyndir og ráðsettir sjósóknarar við undirritaðan landkrabba. 

    Vestfirðingar lifa ekki á öllum þeim skýrslum sem gerðar hafa verið um fjórðunginn á liðnum áratugum. Þar verður annað að koma til. Sumir tala um ferðamennsku í þessu sambandi og hún er ágæt sem slík. En samt er ekki fyrirsjáanlegt að hún muni snúa þróuninni við á næstunni. Svo má einnig spyrja hvort það sé draumur Vestfirðingsins að sjá ekkert nema ferðamenn allan ársins hring. Vilja menn kannski að Vestfirðir verði Mallorca norðursins? Leggja niður alla frumatvinnuvegi og snúa sér að því að vera bugtandi ferðaþjónar? Vera má að sumir telji það eftirsóknarvert, en eitthvað finnst manni samt bogið við það að innbyggjarar Vestfjarða fái ekki að nýta landsins gæði sem hvarvetna blasa við öllum sem vilja sjá.     

    Og nú er að snúa orðum sjávarútvegsráðherrans hingað vestur: Mikið ofboðslega væri nú gott ef íslenskir ráðamenn vildu láta svo lítið og virða ríkan og réttmætan frumbyggjarétt Vestfirðinga og leyfa þeim að róa til fiskjar á mannsæmandi hátt sér og hyski sínu til framfærslu. Hætta þessu strandveiða- og byggðakvótarugli  og leyfa þessu köppum að bera höfuðið hátt og róa þegar þeim hentar með vistvænum veiðarfærum. Úthluta til dæmis 500 tonna frumbyggjarétti til krummaskuðanna hér vestra þegar í haust og láta sjá hvort slíkt hefði ekki heillavænleg áhrif á liðið sem enn lafir á þessum stöðum. Þetta yrðu að sjálfsögðu sértækar aðgerðir, en aðrir staðir sem eru í svipaðri aðstöðu gætu komið á eftir með hækkandi sól.
.
Hallgrímur Sveinsson.
.

 « Júlí »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31